Fara í efni
Fréttir

Flug milli Akureyrar og Keflavíkur aftur í boði

Icelandair mun bjóða upp á flug milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar þrisvar í viku frá 15. októ­ber til 30. nóv­em­ber á þessu ári í tengsl­um við milli­landa­flug sitt. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu sem félagið sendi út í dag.

„Það er ánægju­legt að segja frá því að við höf­um hafið sölu á tengiflugi milli Ak­ur­eyr­ar og Kefla­vík­ur­flug­vall­ar. Tengi­tím­ar eru mjög þægi­leg­ir og með þess­ari þjón­ustu bjóðum við Norðlend­ing­um að stytta ferðatím­ann um­tals­vert til fjölda áfangastaða okk­ar í Evr­ópu. Teng­ing­unni er einnig ætlað að stuðla að betri dreif­ingu ferðamanna um landið og við mun­um nýta alþjóðlegt söl­u­net okk­ar til þess að byggja upp eft­ir­spurn eft­ir flugi til Ak­ur­eyr­ar á mörkuðum okk­ar er­lend­is,“ seg­ir Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelanda­ir.

Flogið verður þris­var í viku frá Ak­ur­eyri til Kefla­vík­ur í þennan eina og hálfa mánuð í haust; á mánu­dög­um, fimmtu­dög­um og laug­ar­dög­um klukk­an 5:50 að morgni og þris­var sinn­um í viku frá Kefla­vík til Ak­ur­eyr­ar á miðviku­dög­um klukk­an 21:20 og föstu­dög­um og sunnu­dög­um klukk­an 17:15. Með flug­inu verður auðvelt að tengja við fjölda áfangastaða Icelanda­ir í Evr­ópu, segir í tilkynningunni.

„Þar sem flugið er alþjóðateng­ing fer ör­ygg­is­leit fram á Ak­ur­eyr­arflug­velli og ein­ung­is verður hægt að bóka það sam­hliða milli­landa­flugi með Icelanda­ir. Vegna styttri af­greiðslu­tíma í ör­ygg­is­leit og ferðatíma á flug­völl munu íbú­ar Ak­ur­eyr­ar og ná­grenn­is og ferðamenn þaðan geta lagt af stað á flug­völl­inn á svipuðum tíma og íbú­ar höfuðborg­ar­svæðis­ins.

Ákveðið var að hefja flugið utan há­ann­ar þar sem gist­i­rými á Norður­landi er af skorn­um skammti yfir sum­ar­tím­ann. Mark­mið Icelanda­ir til framtíðar er að efla alþjóðateng­ing­una við Ak­ur­eyri og byggja hana upp í takt við eft­ir­spurn.“