Fara í efni
Fréttir

Flogið og ekið með fanga 34 sinnum

Frá því að fangelsinu á Akureyri var lokað fyrir tæpum þremur árum hafa fangar verið fluttir 34 sinnum að norðan í fangelsið á Hólmsheiði. Af þeim voru 23 fluttir til að sitja í gæsluvarðhaldi, en 11 til að afplána fangelsisvist. Frá þessu var sagt í fréttum Rúv í dag, en upplýsingarnar koma fram í svari Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Loga Einarssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Fram kemur í fréttinni að oftast hafi verið ekið með fanga, en stundum fljúgi lögreglumenn frá Reykjavík til að flytja þá suður. Kostnaður við þessa flutninga er sjö milljónir á tæpum þremur árum.