Fara í efni
Fréttir

Fjórir slökkviliðsmenn formlega útskrifaðir

Fjórir slökkviliðsmenn formlega útskrifaðir

Fjórir nýir atvinnu slökkviliðsmenn voru formlega útskrifaðir í gær og fengu skírteini afhent því til staðfestingar við hátíðalega athöfn á slökkvistöðinni. „Við óskum þeim innilega til hamingju með áfangann og óskum þeim velfarnaðar í sínum störfum,“ segir á Facebook síðu Slökkviliðsins á Akureyri, þar sem myndin birtist. Fjórmenningarnir eru, frá vinstri: Axel Ernir Viðarsson, Jófríður Stefánsdóttir, Eydís Sigurgeirsdóttir og Hallgrímur Sigurðsson.