Fara í efni
Fréttir

Fjölsótt starfamessa fyrir unglinga

Í skipstjórastólnum! Samherjamenn mættu með þennan forláta stól og myndavél í kassa á starfamessuna og margir „skipstjórar“ eiga því rafrænan minjagrip af sér til varðveislu. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Um 700 krakkar úr 9. og 10. bekk grunnskóla Akureyrar mættu á starfamessu sem blásið var til í gær í Háskólanum á Akureyri. Þangað skunduðu fulltrúar fjölda fyrirtækja og stofnana á Eyjafjarðarsvæðinu og kynntu starfsemi sína. Að sögn margra þeirra sýndu unglingarnir hinum ýmsu störfum mikinn áhuga. Ef til vill kviknaði hugmynd að ævistærfi eða framtíðin hreinlega lukti upp dyrum sínum, hver veit.