Fara í efni
Fréttir

Fjölmenn útkallsæfing í bænum – „engin hætta“

Mynd af Facebook síðu lögreglunnar

Bifreiðar á fleygiferð um bæinn, jafnvel með blikkandi ljós, og tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar á Akureyrarflugvelli gætu verið merki þess að eitthvað alvarlegt sé á seyði í bænum en svo er sem betur fer ekki.

„Engin hætta er á ferð en þetta er hluti af æfingaáætlun sem er ár hvert hjá lögreglu og unnin í tengslum við ákveðna viðbragðsaðila,“ segir á Facebook síðu lögreglunnar.

Þar segir að í dag megi búast við aukinni umferð „vegna samþjálfunar lögreglunnar á Norðurlandi eystra, sérsveitar Ríkislögreglustjóra og Menntaseturs Ríkislögreglustjóra. Einnig munu fulltrúar landhelgisgæslunnar og slökkviliðs Akureyrar koma að æfingunni.“

Lögreglan segist vonast til þess að æfingin „valdi sem minnstri truflun en það má búast við umferð stórra og lítilla tækja frá þessum viðbragðseiningum ... “