Fara í efni
Fréttir

Fjölbreytt óopinber heimsókn forsetans

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og María Pálsdóttir, eigandi Hælisins, setja sig í spor þeir…
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og María Pálsdóttir, eigandi Hælisins, setja sig í spor þeirra sem fóru í ljósameðferð á árum áður. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var í óopinberri heimsókn á Akureyri og nágrenni um helgina. Ástæða fararinnar var frumsýning Leikfélags Akureyrar á Skugga Sveini á laugardagskvöldið, þangað sem forsetanum var boðið en hann notaði tækifærið og gerði eitt og annað í leiðinni. Guðni fór á Hælið á Kristnesi í Eyjafjarðarsveit í gær, þar sem hann kynnti sér merkilega sögu berkla á Íslandi. Þá hitti forsetinn að máli bæði Eyjólf Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri, og Ásthildi Sturludóttur bæjarstjóra. Að síðustu horfði hann á lið Stjörnunnar, sem Patrekur bróðir hans þálfar, tapa fyrir KA á Íslandsmótinu í handbolta, áður en forsetabílnum var ekið suður á nýjan leik.

Nánar um heimsókn Guðna Th. Jóhannesson síðar í dag