Fara í efni
Fréttir

Fjárhagsáætlunin kynnt bæjarbúum

Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2021 verður kynnt á rafrænum íbúafundi á morgun, þriðjudag, klukkan kl. 17. Sagt verður frá starfsemi og stærstu verkefnum næsta árs, auk þess sem fundargestum gefst kostur á að spyrja spurninga.

Fundurinn verður haldinn með fjarfundakerfinu Zoom. Hlekkur á fundinn verður birtur á heimasíðu bæjarins, www.akureyri.is, í tæka tíð.

Gert er ráð fyrir halla upp á um það bil milljarð króna á rekstri bæjarins á næsta ári, mun meiri en nokkru sinni áður, eins og greint hefur verið frá á Akureyri.net og þess vegna má búast við að bæjarbúar sýni fundinum áhuga.

Óskað er eftir því að spurningar berist skriflega í gegnum athugasemdir á fundinum - það sem kallast chat á ensku. Fundargestir eru beðnir um að hafa slökkt á myndavél og hljóðnema meðan á kynningum stendur.

Láttu vita HÉR hvort þú hyggst „mæta“ á fundinn