Fara í efni
Fréttir

Fegurðin býr í regnboganum

Ljósmyndir: Svandís Þóroddsdóttir
Ljósmyndir: Svandís Þóroddsdóttir

Veðrið var dásamlegt á Akureyri mestan hluta dagsins, hlýtt, bjart og sólríkt en um tíma tók hann upp á því að hellirigna. Þá á náttúran til að klæða sig í sparifötin eins og gerðist einmitt eftir að stytti upp; þessi fallegi, tvöfaldi regnbogi gladdi Akureyringa og gesti þeirra. Svandís Þóroddsdóttir, íbúi í Naustahverfi, greip tækifærið og tók myndir. Sjón er sögu ríkari.