Fara í efni
Fréttir

Fasteignafélagið Eik veitir KAON styrk

Frá vinstri: Hulda Sædís Bryngeirsdóttir, Marta Kristín Rósudóttir, Eva Björg Óskarsdóttir, Kristín Anna Kristjánsdóttir og Elva Ýr Kristjánsdóttir.

Eik fasteignafélag, sem er eigandi Glerártorgs, veitti Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis (KAON) nýlega styrk að upphæð 341.000 krónur. Að því er fram kemur á vef Glerártorgs er upphæðin tileinkuð framlagi gesta verslunarmiðstöðvarinnar sem tóku þátt í gjafaleik á Dekurkvöldi Glerártorgs þann 9. október.

Alls tók 341 gestur þátt í gjafaleiknum og Eik styrkti KAON um 1.000 krónur fyrir hvern þátttakanda. Upphæðin fer öll í Dekurdagasöfnunina, sem rennur óskipt til KAON.

Glerártorg styrkti KAON einnig í byrjun október um 100.000 krónur með kaupum á bleikum slaufum í staura.

Þær Hulda Sædís Bryngeirsdóttir, Marta Kristín Rósudóttir og Eva Björg Óskarsdóttir veittu styrknum viðtöku fyrir hönd KAON, úr hendi þeirra Kristínar Önnu Kristjánsdóttur og Elvu Ýrar Kristjánsdóttur frá fasteignafélaginu Eik.