Fasteignafélagið Eik veitir KAON styrk
Eik fasteignafélag, sem er eigandi Glerártorgs, veitti Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis (KAON) nýlega styrk að upphæð 341.000 krónur. Að því er fram kemur á vef Glerártorgs er upphæðin tileinkuð framlagi gesta verslunarmiðstöðvarinnar sem tóku þátt í gjafaleik á Dekurkvöldi Glerártorgs þann 9. október.
Alls tók 341 gestur þátt í gjafaleiknum og Eik styrkti KAON um 1.000 krónur fyrir hvern þátttakanda. Upphæðin fer öll í Dekurdagasöfnunina, sem rennur óskipt til KAON.
Glerártorg styrkti KAON einnig í byrjun október um 100.000 krónur með kaupum á bleikum slaufum í staura.
Þær Hulda Sædís Bryngeirsdóttir, Marta Kristín Rósudóttir og Eva Björg Óskarsdóttir veittu styrknum viðtöku fyrir hönd KAON, úr hendi þeirra Kristínar Önnu Kristjánsdóttur og Elvu Ýrar Kristjánsdóttur frá fasteignafélaginu Eik.