Fara í efni
Fréttir

Dauður, hálfétinn fálki í miðbænum

Dauður fálki fannst á malarstæði sunnan við líkamsræktarstöðina World Class í fyrradag. Hræið var frosið svo fuglinn hefur væntanlega legið þarna um hríð. Ólafur Karl Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, er ekki kominn með fuglinn í hendur en hefur séð mynd af honum og sagði við Akureyri.net í gær að um væri að ræða fullorðinn, kynþroska fugl.

„Þetta er sjaldgæft því fullorðnir fálkar drepast oftast fjarri mannabyggð. Hann hefur áreiðanlega verið veikur og drepist þarna. Hræætur eins og hrafnar hafa ekki kraft til að drepa fálka. Mér sýnist búið að plokka allt kjöt af hálsinum á honum og er nokkuð viss um að hrææturnar hafi farið í fuglinn dauðann,“ sagði Ólafur Karl Nielsen.

Fálkinn lá á malarstæðinu sunnan við World Class, skammt neðan Torfunefsbryggju.