Fara í efni
Fréttir

Færðu Rauða krossinum 300 þúsund krónur

Færðu Rauða krossinum 300 þúsund krónur

Konur í Zontaklúbbnum Þórunni hyrnu á Akureyri færðu Rauða krossinum 300 þúsund krónur að gjöf í vikunni með ósk um að fjármununum verði ráðstafað til kvenna í hópi flóttafólks á Akureyri.

Ingibjörg Elín Halldórsdóttir, deildarstjóri Rauða krossins við Eyjafjörð veitti gjöfinni viðtöku og sagði við það tækifæri að peningarnir kæmu sér mjög vel, eins og allar aðrar gjafir sem Rauða krossinum bærust. Zontakonur söfnuðu fénu með kökulottói og handavinnu sem þær seldu.

Myndin var tekin í húsnæði Rauða krossins, frá vinstri: Steinunn Hauksdóttir, Rósa María Björnsdóttir, Ingibjörg Elín Halldórsdóttir, Helena Eyjólfsdóttir og Aðalheiður Steingrímsdóttir.