Fara í efni
Fréttir

Ertu síðhærð og varst klædd kimono á Vamos í lok maí?

Ertu síðhærð og varst klædd kimono á Vamos í lok maí?

Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra auglýsti í dag eftir vitni að atviki sem átti sér stað á skemmtistaðnum Vamos á Akureyri, rétt fyrir klukkan þrjú aðfararnótt 29. maí í vor.

„Vitnið sem leitað er að er kona með sítt hár og var hún klædd í kimono með blómamynstri. Hún var í samskiptum við konu og karlmann á efri hæðinni þegar atvikið sem til rannsóknar er átti sér stað,“ segir í tilkynningu á Facebook síðu lögreglunnar. Kimono er japanskur klæðnaður, einskonar þunnur sloppur.

„Viðkomandi aðili sem kannast við sig í þessari lýsingu er vinsamlegast beðinn að hafa samband við Maríu Jespersen rannsóknarlögreglumann hjá lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra í síma 444-2800.“