Fara í efni
Fréttir

Erindi um sorg og sorgarúrvinnslu

Fimmtudagskvöldið 28. ágúst verður flutt erindi í Glerárkirkju á Akureyri um fyrstu skref sorgarinnar. Í erindinu fjallar séra Sindri Geir Óskarsson um sorg og sorgarúrvinnslu eftir andlát. Viðburðurinn hefst klukkan 20 og er eingöngu ætlaður fullorðnum.

Syrgjendum sem vilja sækja erindið er velkomið að taka með sér náinn aðstandanda. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku á erindið, því hámark er sett á fjölda þátttakenda. Skráning fer fram hér.

Erindið er á vegum Sorgarmiðstöðvar, sem er félag sem stofnað var árið 2018 þegar fjögur grasrótarfélög á sviði sorgarúrvinnslu ákváðu að sameina krafta sína. Sorgarmiðstöð býður reglulega upp á lokað erindi um sorg og sorgarviðbrögð fyrir þau sem hafa misst ástvin. Þar er leitast við að auka skilning á sorgarferlinu og þannig styðja fólk til að finna jafnvægi í daglegu lífi eftir ástvinamissi.