Fara í efni
Fréttir

Er hnúðlax betri en enginn?

Sigþór Gunnarsson með hnúðlaxahæng sem hann veiddi í Fnjóská í sumar.
Sigþór Gunnarsson með hnúðlaxahæng sem hann veiddi í Fnjóská í sumar.

Hnúðlax virðist kominn í íslenskar ár til frambúðar. Nokkuð hefur borið á því að veiðimenn eru að birta myndir af slíkum úr veiðiferðum sínum á samfélagsmiðlum og víða má lesa um hnúðlaxa í íslenskum ám á fréttamiðlum, jafnvel í torfum. Guðrún Una Jónsdóttir fjallar í veiðipistli dagsins um umræddan lax, sem veiðimann kalla „ófögnuð“ eða „viðbjóð“ svo einhver dæmi séu nefnd.

Náttúrleg heimkynni tegundarinnar er við strendur norðanverðs Kyrrahafs og við strendur Norður-Íshafsins. Hann þykir fremur ófrýnilegur og dregur nafn sitt af stórum hnúð á baki hænganna en hrygnurnar eru öllu fríðari. Hnúðlaxinn er smávaxinn af laxi að vera eða á bilinu 1,75 til 2,5 kg að þyngd og 45-60 cm á lengd.

Smellið hér til að lesa pistil Guðrúnar Unu.

Breskur veiðimaður með fallegan Atlantshafslax úr Jöklu

Sigþór Gunnarsson með hnúðlaxahæng sem hann veiddi í Fnjóská í sumar.

Útlit hnúðlaxa (mynd fengin á síðu SVFR).