Fara í efni
Fréttir

Enn sannast mikilvægi reykskynjaranna

Slökkviliðsmenn að störfum við húsið í Hamarstíg í dag. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Mikilvægi reykskynjara sannaði sig enn einu sinni í dag, þegar pottur gleymdist á heitri hellu á eldavél í íbúð við Hamarstíg. Slökkvilið Akureyrar var ræst út, enginn var heima þegar það kom á staðinn og því þurftu gestirnir að brjótast inn í íbúðina. Reykskynjarinn var í gangi og töluverður reykur í íbúðinni, sem var reykræst í snatri. Engin hætta reyndist á ferðum, en slökkviliðsmenn nefna að atvikið sanni mikilvægi þessa litla, einfalda og ódýra tækis sem reykskynjari er - og hvetja fólk til að gá vel að sér á aðventunni, þegar margir kveikja á kertum heima hjá sér.