Fara í efni
Fréttir

Frumkvæði - og kúnstin að æsa fólk upp

Frumkvæði - og kúnstin að æsa fólk upp

Tveir nýir pistlahöfundar eru kynntir til leiks á Akureyri.net í dag: Jón Óðinn Waage, og Jóna Jónsdóttir. Jón Óðinn, sem mörgum er eftirminnilegur sem sigursæll júdóþjálfari hjá KA árum saman, er búsettur í Svíþjóð og starfar sem leiðbeinandi barna með hegðunarvandamál. Jóna er starfsmannastjóri Norðlenska, en titlar sig miðaldra konu á Brekkunni!

Jón Óðinn fjallar í pistli dagsins um þá miklu kúnst að æsa fólk upp – og talar af reynslu! Jóna skrifar um mikilvægi frumkvæðis og framtakssemi.

Þegar Akureyri.net fór í loftið á föstudaginn birtust pistlar eftir Sigurð Kristinsson heimspeking og Hildi Eir Bolladóttur prest í Akureyrarkirkju. Á sunnudaginn birtist pistill Tryggva Gíslasonar fyrrverandi skólameistara. Fleiri höfundar koma fram á sjónarsviðið í næstu viku.

Pistlar