Fara í efni
Fréttir

Samfélagsleg ábyrgð og sjálfbærni

Nýjum, rúmgóðum og snyrtilegum endurvinnsluskápum hefur verið komið upp í anddyri verslana ELKO á Akureyri og í Lindum í Kópavogi, að því er segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Í þessum skápum er tekið við smærri raftækjum, batteríum, blekhylkjum, ljósaperum og flúrperum. „Með þessum nýju endurvinnsluskápum geta viðskiptavinir einfaldlega nýtt ferðina og losað sig við alla þessa hluti sem eiga það til að safnast upp á heimilinu; komið þeim í ábyrga endurvinnslu án þess að þurfa að gera sér sérstaka ferð á stærri endurvinnslustöðvar. Við höfum lengi tekið við þessum hlutum til endurvinnslu á afgreiðslukössum en þessar nýju hirslur gera ferlið mun betra og skilvirkara,“ segir Arinbjörn Hauksson, markaðsstjóri ELKO.

Samfélagsskýrsla ELKO

Markaðsstjórinn segir samfélagsleg og umhverfisleg sjónarmið lengi hafa verið ofarlega á baugi. ELKO gaf á dögunum út samfélagsskýrslu í fyrsta skipti, þar sem farið er ítarlega yfir stefnu, árangur og markmið fyrirtækisins á þessum sviðum. Arinbjörn segir að lengi hafi verið kappkostað að draga úr kolefnisspori með markvissri flokkun úrgangs, móttöku og endursölu á notuðum raftækjum, rafrænum reikningum og orkusparnaði, svo dæmi séu tekin. „Með nýrri samfélagsskýrslu hefur ELKO tekið þessi málefni enn fastari tökum og sett sér stefnu til framtíðar um að leggja áherslu á sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð þar sem loforð fyrirtækisins er að það sem skiptir þig máli, skiptir okkur máli,“ segir Arinbjörn Hauksson.

Smellið hér til að nálgast skýrsluna.