Fara í efni
Fréttir

Endurnýja samning við Tónræktina

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri og Magni Ásgeirsson frá Tónræktinni undirrituðu samstarfssamninginn. Mynd: akureyri.is

Samningur milli Akureyrarbæjar og Tónræktarinnar um styrk til tónlistarfræðslu fyrir ungt fólk var undirritaður á dögunum. Að því er kemur fram í frétt á vefsíðu Akureyrarbæjar er markmið samningsins að efla og styðja tónlistarnám ungs fólks í bænum og bjóða upp á fjölbreyttari námsleiðir sem auki aðgengi að skapandi námi.

Samningurinn er til þriggja ára og er endurnýjun á eldri samstarfssamningi Akureyrarbæjar og Tónræktarinnar. Samningurinn nær frá ársbyrjun 2026 til ársloka 2028 og mun Akureyrarbær leggja um sjö milljónir króna á ári til reksturs Tónræktarinnar á samningstímanum.