Fara í efni
Fréttir

Endalaus vöxtur eða hagfræði kleinuhrings!

Auður H. Ingólfsdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur, fjallar um kleinuhringjahagfræði í nýjum pistli á Akureyri.net.  Hún er „uppáhaldshagfræðin mín og eitt það heitasta í sjálfbærnifræðunum um þessar mundir,“ segir Auður.

Hvað í ósköpunum er er kleinuhringjahagfræði, spyrja eflaust margir.

 „Kleinuhringurinn er táknmynd sem er ætlað að ögra viðteknum hugmyndum um hagkerfi sem byggir á hagvexti. Til lengri tíma litið gengur það einfaldlega ekki upp að stefna að endalausum vexti á plánetu með takmörkuðum auðlindum. Við þurfum að finna leiðir sem gera okkur kleift að lifa góðu lífi án þess að ganga á höfuðstólinn. Kleinuhringurinn á að sýna með myndrænum hætti hvernig við þurfum að byggja hagkerfið okkar á sterkum félagslegum stoðum (innri hringurinn) og halda okkar innan þeirra marka sem hin vistfræðilegu þolmörk jarðar leyfa (ytri hringurinn),“ skrifar Auður.

Smellið hér til að lesa pistilinn.