Fara í efni
Fréttir

Elmar vann gullið á Íslandsmótinu

Elmar Freyr Aðalheiðarson, til hægri, á Íslandsmótinu um helgina. Ljósmynd: Ásgeir Marteinsson.
Elmar Freyr Aðalheiðarson, til hægri, á Íslandsmótinu um helgina. Ljósmynd: Ásgeir Marteinsson.

Elmar Freyr Aðalheiðarson úr Þór varð Íslandsmeistari í hnefaleikum um helgina, þegar Íslandsmeistaramótið fór fram í sal Hnefaleikafélags Kópavogs.

Elmar Freyr keppir í þungavigt, flokki þeirra sem eru 92 kg eða meira. 

Keppendur í þyngsta flokknum voru aðeins tveir. „Við hefðum átt að vera fjórir en einn handleggsbrotnaði og annar hætti við,“ sagði Elmar Freyr við Akureyri.net. En þótt aðeins væri um einn bardaga að ræða var sigurinn glæsilegur. „Þetta var mjög erfiður bardagi, ég þurfti að hafa mikið fyrir sigrinum,“ segir Íslandsmeistarinn. Mótherjinn, Stefán Blackburn, er mjög efnilegur í íþróttinni að sögn Elmars.

Nánar síðar