Fréttir
Eldur kviknaði í bíl við Bjarkarlund
19.10.2025 kl. 00:30

Myndir: Valur Sæmundsson
Eldur kviknaði í bíl við Bjarkarlund á Akureyri skömmu fyrir miðnætti. Slökkviliðið var fljótt á vettvang og ekki tók langan tíma að slökkva eldinn en ekki liggur fyrir hve skemmdir eru miklar. Lögregla veitir engar upplýsingar að svo stöddu, segir einfaldlega að málið sé í rannsókn.