Fara í efni
Fréttir

Eldur kviknaði í bát í Sandgerðisbót

Lögreglumenn á vettvangi í Sandgerðisbót í kvöld. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Eldur kviknaði í fiskibát í smábátahöfninni í Sandgerðisbót í kvöld, laugardagskvöld. Slökkvilið Akureyrar var kallað út og greiðlega gekk að slökkva eldinn. Rannsókn hófst strax í kvöld en hvorki orsök eldsins né umfang tjóns liggja fyrir.