Fréttir
														
Eldsvoði við Snægil – allir komust út
											
									
		11.09.2023 kl. 08:33
		
							
				
			
			
		
											
											Ljósmyndir: Ásþór Sigurgeirsson
									Eldur kviknaði í íbúð í húsi við Snægil í morgun. Íbúar komust allir út af sjálfsdáðum og engum varð meint af. Töluverðan reyk lagði frá húsinu þegar slökkviliðið kom á staðinn laust fyrir klukkan átta. Slökkvistarf gekk hratt og vel. Ekkert er enn vitað um upptök eldsins.
