Fara í efni
Fréttir

Ekki sumarlegt á Akureyri í morgun

Vaðlaheiðin í morgun. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
Vaðlaheiðin í morgun. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Ekki var beinlínis sumarlegt um að litast á Akureyri og nágrenni í morgun. Vaðlaheiðin gránaði í nótt eins og sjá má á myndinni. Hitagráður má telja á fingrum annarrar handar og ekki þarf að brúka alla tíu í þeim tilgangi fyrr en á sunnudag, ef marka má spá Veðurstofu Íslands. Aðeins mun sjást örlítið sýnishorn af sólu næstu daga en gleðjast má yfir því að ekki virðast miklar líkur á úrkomu fyrr en um helgina. Sumarið gæti svo komið (aftur) í næstu viku miðað við spár.