Fara í efni
Fréttir

Vinnuveitendur gefi öllum jöfn tækifæri

„Skólunum lýkur nú hverjum af öðrum sem þýðir að unga fólkið okkar flykkist út í sumarið og flest hver á nýja vinnustaði, full eftirvæntingar um að öðlast dýrmæta reynslu af vinnumarkaðnum. Það er því afar mikilvægt að huga vel að því hvernig tekið er á móti ungu fólki sem fetar sín fyrstu spor á vinnumarkaði. Uppruni, aðstæður og bakgrunnur þeirra er auðvitað afar mismunandi en hér vil ég sérstaklega gera kynjajafnrétti að umræðuefni. Vinnuveitendur þurfa að vera meðvituð um að gefa öllum kynjum jöfn tækifæri í stað þess að ala á gamaldags og rótgrónum staðalmyndum um áhugasvið og getu kynjanna,“ segir Andrea Sigrún Hjálmsdóttir, félagsfræðingur, í pistil dagsins á Akureyri.net.

Smelltu hér til að lesa pistil Andreu.