Fara í efni
Fréttir

Ekkert smit á Akureyri, tvö í landshlutanum

Ekkert smit á Akureyri, tvö í landshlutanum

Tveir eru í einangrun á Norðurlandi eystra í dag vegna Covid smits, skv. upplýsingum á Covid.is, og tveir í sóttkví. Ekki höfðu greinst smit hér fyrir norðan síðan um miðjan desember.

Ekki er gefið upp hvar viðkomandi eru búsettir en þó vitað að ekkert smit er á Akureyri, frekar en nokkrar síðustu vikur. Fimm greindust með með Covid innanlands í gær og átján á landamærunum, þar af voru tólf með virkt smit og er niðurstöðu mótefnamælingar beðið í tilvikum sex þeirra.

127 manns eru nú í einangrun hérlendis en voru 111 í gær. Í dag eru 152 í sóttkví.