Fara í efni
Fréttir

Ekkert fannst – leit hefur verið hætt

Björgunarsveit við leit skammt undan Grenivík í kvöld. Mynd: Þorgeir Baldursson

Engar vísbendingar fundust um að sjófar hafi verið í vanda á svæðinu milli Hauganess og Grenivíkur á Eyjafirði og hefur leitaraðgerðum verið hætt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Aðgerðarstjórn Almannavarna á Akureyri.

Eins og Akureyri.net greindi frá fyrr í kvöld barst tilkynning til Neyðarlínunnar frá íbúa á Hauganesi, sem taldi sig sjá bát í vandræðum á miðjum Eyjafirði. „Tilkynnandi taldi að um hvítan bát væri að ræða og skýrði frá því að báturinn hafi horfið honum sjónum og ekkert sést meir. Neyðarlínan gerði Landhelgisgæslunni viðvart um tilkynninguna. Landhelgisgæslan sendi þyrlu af stað á vettvang og viðbragðsaðilar við Eyjafjörð voru ræstir út,“ sagði í fyrri tilkynningu.