Fara í efni
Fréttir

Eitt kórónuveirusmit greindist á Akureyri

Eitt kórónuveirusmit greindist á Akureyri

Eitt kórónuveirusmit hefur greinst á Akureyri og eru nokkri komnir í sóttkví vegna þess. Þetta kemur fram á Facebook síðu lögreglunnar.

Færsla lögreglunnar er svohljóðandi:

„Þó svo að sól skíni í heiði og sumarið blasi við þá þurfum við áfram að vera á varðbergi gagnvart COVID, því er EKKI lokið. Nú er eitt virkt smit staðfest á Akureyri og þó nokkrir aðilar því tengdu komnir í sóttkví.

Hvetjum við því alla til að gæta vel að persónulegum sóttvörnum og virða þær leikreglur sem í gildi eru, s.s. grímuskylduna þar sem hún á við, 2ja metra fjarlægðina og fjöldatakmarkanir.

Þá viljum við árétta við fólk að ef það finni til einhverra einkenna eða veikinda að skrá sig í sýnatöku á Heilsuveru.

Áfram gakk, GERUM ÞETTA SAMAN.“