Fara í efni
Fréttir

Eitt besta sumarið í langan tíma hjá GA

Jaðarsvöllur Golfklúbbs Akureyrar. Mynd af kylfingur.is

Sumarið hefur verið mjög gott hjá Golfklúbbi Akureyrar, líklega með þeim bestu í langan tíma, að því er Steindór Kr. Ragnarsson, framkvæmdastjóri klúbbsins, segir í viðtali við golfvefinn kylfingur.is.

„Völlurinn kom mjög vel undan vetri sem var ekki svo þungur og við fengum mjög gott veður í maí og júní þegar golfarar fyrir sunnan sáu varla til sólar. Það hefur verið mjög mikil aukning í spiluðum hringjum í sumar og talsverð aukning var í klúbbnum, við stefnum hraðbyri að eitt þúsund meðlimum. Við opnuðum völlinn um svipað leyti og venjulega, um miðjan maí en völlurinn var í miklu betra standi en oft áður eftir veturinn,“ segir Steindór. „Oft höfum við þurft að glíma við vetrarskaða á flötum en því var ekki að skipta núna. Eins og ég sagði, veturinn var ekki eins þungur og oft áður og svo höfum við verið að þróa ákveðna vetrarvinnu, fylgjumst vel með þegar frýs á flötunum hjá okkur, hvenær myndast klaki á þeim og um leið og færi gefst, hreinsum við flatirnar.“

Nánar hér á kylfingur.is