Fara í efni
Fréttir

Eins og fallegt ævintýri með öfugum formerkjum

Sigurður Ingólfsson rithöfundur og þýðandi bætist í dag í hóp pistlahöfunda Akureyri.net

„Þegar ég læt eftir mér að horfa á hressilega glæpamynd, morð og vonda kalla (hvers kyns sem þeir kunna að vera), hetjur í sálarkrísu og fullt af fólki sem þarf að drepast svona til að krydda, þá ber oft á ískyggilegum þorpurum sem stunda okurlán,“ segir hann í upphafi fyrsta pistilsins.

„Þessir karakterar eru oftast svipljótir og slóttugir til augnanna og oftast nær fer illa fyrir þeim, drepnir á götum úti eða í fangelsum. Í svoleiðis myndum er frekar ljóst að glæpir eins og okurlán borga sig ekki og góða fólkið fær farsælan endi. Þetta er einhverskonar sýn á veröld þar sem illum er refsað, góðum er umbunað og almenningur virðist geta treyst því að réttlætið sigri að lokum,“ segir Sigurður og heldur áfram: „Einhverra hluta vegna virðist þessi draumsýn ekki vera til staðar í þessum óneitanlega kapítalíska heimi sem maður fæðist inn í.“

Smellið hér til að lesa fyrsta pistil Sigurðar Ingólfssonar.