Fara í efni
Fréttir

Einn slasaður – nokkrir lentu í snjóflóðinu

Félagar í björgunarsveitinni Súlum á Akureyri leggja af stað út í Fnjóskadal í dag. Ljósmynd: Landsbjörg

Einn slasaðist þegar snjóflóð féll úr Þveráröxl í Dalsmynni  í Fnjóskadal í dag. Þetta kemur fram á fréttavefnum Vísi. Fleiri lentu í flóðinu en enginn grófst undir því, hefur Vísir eftir Jóni Þór Víglundssyni upplýsingafulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Ekki er vitað hve maðurinn er alvarlega slasaður. Dalsmynni er þekkt snjóflóðasvæði og er töluverð hætta er talin á að fleiri flóð falli.

Frétt Vísis 

Snjóflóðasíða Veðurstofu Íslands

UPPFÆRT KL. 17.10

Lögreglan á Norðurlandi eystri birti eftirfarandi tilkynningu á Facebook:

Kl. 15:38 var tilkynnt um að snjóflóð hefði fallið í Þveráröxl í Fnjóskadal. Miðað við þær upplýsingar sem sem nú liggja fyrir voru fjórir erlendir skíðamenn á ferð á þessum stað og mun einn þeirra hafa orðið fyrir flóðinu. Sá er slasaður á fæti. Ekki er vitað til þess að önnur slys hafi orðið á fólki. Björgunarsveitir voru þegar kallaðar út og einnig óskað eftir þyrlu á vettvang. Aðgerðarstjórn var virkjuð á Akureyri. Tilkynningin verður uppfærð eftir því sem aðgerðinni vindur fram.