Fara í efni
Fréttir

Einar verður í efsta sæti hjá Pírötum

Einar verður í efsta sæti hjá Pírötum

Einar Brynjólfsson verður í efsta sæti á lista Pírata í norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í haust. Rafrænu prófkjöri flokksins lauk í dag. Sjö voru í framboði í norðausturkjördæmi og atkvæði greiddu rúmlega 280 manns. Einar sat á þingi fyrir Pírata 2016 til 2017.

Niðurstaða prófkjörsins var sem hér segir:

  1. Einar Brynjólfsson
  2. Hrafndís Bára Einarsdóttir
  3. Hans Jónsson
  4. Rúnar Gunnarson
  5. Katla Hólm Vilbergs- og Þórhildardóttir
  6. Skúli Björnsson
  7. Gunnar Ómarsson