Fara í efni
Fréttir

Ein fjölmennasta brautskráning VMA

Verkmenntaskólinn brautskráir í dag 183 nemendur. Athöfnin fer fram í Hofi og er ein sú fjölmennasta í tæplega fjörutíu ára sögu skólans.

Á vef skólans kemur fram að brautskráningarnemarnir verði 183, en fjöldi skírteina sé 209. Við lok haustannar brautskráðust 93 nemendur, sem þýðir að á þessu skólaári verða samtals brautskráðir 276 nemendur frá VMA. Skólinn vekur athygli á að í hópi brautskráningarnema eru níu verðandi framreiðslumenn, þeir fyrstu í þessari atvinnugrein sem VMA brautskráir.

Brautskráningin fer fram í Hofi og hefst kl. 17. Henni verður streymt á YouTube-rás skólans.