Fara í efni
Fréttir

Eignir til sölu á innan við 30 milljónir á Akureyri

Íbúðaverð hefur hækkað mikið á Akureyri undanfarið og lítið er til sölu af húsnæði undir 30 milljónum.

Fasteignasalar á Akureyri hafa áður sagt hér á Akureyri.net að nýi núllpunkturinn í bænum sé 25-28 milljónir. Sjá HÉR 

Það er orðið sjaldgæft að sjá íbúðir auglýstar til sölu undir 30 milljónum en þó er nú að finna nokkrar slíkar til sölu um þessar mundir og birtum við hér lista yfir sex ódýrustu íbúðir bæjarins.

27 milljónir – Risíbúð við Norðurgötu

Ódýrasta íbúð bæjarins er við Norðurgötu 2 en um er að ræða endurnýjaða risíbúð sem er samtals 44 fermetrar. Íbúðin er að hluta til undir súð og er því raunverulegur gólfflötur stærri. Sérinngangur er í eignina en um parhús er að ræða. Þessi eign er reyndar nú þegar seld með fyrirvara. Smellið hér til að sjá frekari upplýsingar.

_ _ _

27,5 milljónir – Blokkaríbúð við Smárahlíð

Við Smárahlíð 14g er til sölu íbúð á þriðju hæð (efstu) í lítilli blokk. Íbúðin er 44,2 fermetrar að stærð og er með svölum og sérgeymslu í kjallara. Eitt svefnherbergi og eldhúsið og stofa er í sama rými. Helsti kostur þessarar eignar er útsýnið af svölunum. Smellið hér til að sjá frekari upplýsingar.

_ _ _

27,9 milljónir – Sjávarsýn við Strandgötu 

Um er að ræða 44,5 m2 íbúð á fyrstu hæð við Strandgötu 30 en Ferðafélag Akureyrar er til húsa í sama húsi. Þessi íbúð býður upp á þann möguleika að stúka af herbergi úr stofu/borðstofurými og þá eru svefnherbergin tvö. Sjávarsýn. Smellið hér til að sjá frekari upplýsingar.

_ _ _

28,9 milljónir – Vel nýttir fermetrar við Hafnarstræti

Í gömlu timburhúsi við Hafnarstræti er til sölu 53,8 fm íbúð á miðhæðinni. Þó fermetrarnir séu ekki margir eru þeir afar vel nýttir. Svefnherbergin eru tvö auk stofu og eldhúss. Smellið hér til að sjá frekari upplýsingar.

_ _ _

29,5 milljónir – Blokkaríbúð við Hjallalund

Á þriðju hæð í Hjallarlundi 15 e er til sölu íbúð á þriðju hæð sem er 59,9 fm að stærð. Eitt svefnherbergi og svalir úr stofu sem snúa í vestur. Skóli, leikskóli og KA svæðið í göngu fjarðlægð. Smellið hér til að sjá frekari upplýsingar.

_ _ _

29,9 milljónir – Miðbæjaríbúð með svölum

53,7 fm miðbæjaríbúð með suðursvölum er föl við Geislagötu. Íbúðin var áður nýtt sem hótelíbúð og er staðsett fyrir ofan ísbúðina. Sérinngangur. Smellið hér til að sjá frekari upplýsingar.

_ _ _

Við þetta má bæta að allra ódýrasta húsnæðið á Akureyri sem nú er auglýst til sölu er 27,6 fm. bílskúr í Snægili á 8,8 milljónir. Þar á eftir kemur hesthús í Breiðholtshverfi með snyrtingu, kaffiaðstöðu, hlöðu, plássi fyrir sjö hesta og útigerði Ásett verð er 11,8 milljónir. Þá er hægt að fá miðbæjaríbúð í Hafnarstræti 99-101 á 29,9 milljónir. Sú íbúð er reyndar skráð sem atvinnuhúsnæði.

Akureyri.net tók líka nýlega saman lista yfir dýrustu hús bæjarins sem nú eru til sölu og má sjá þá grein HÉR