Fara í efni
Fréttir

„Ég þakka fyrir að vera ekki unglingur í dag“

„Ég þakka fyrir að vera ekki unglingur í dag,“ heyrist gjarnan þegar að talið berst að skjá- og samfélagsmiðlanotkun barna og ungmenna í dag, segja Skúli Bragi Geirdal, verkefnastjóri miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd og sálfræðingarnir Daðey Albertsdóttir og Silja Björk Egilsdóttir hjá Geðheilsumiðstöð barna. Spyrja svo: En erum við raunverulega þakklát fyrir það?

„Setjum okkur um stund í spor barna og unglinga á Íslandi í dag og veltum fyrir okkur þeim áhrifum sem það hefði haft á okkur sjálf að alast upp í því umhverfi sem við bjóðum þeim upp á,“ segir þau. 

Stundum er talað eins og allt hafi verið betra „í þá gömlu góðu daga.“ Þá voru vissulega engir samfélagsmiðlar eða Wi-Fi en „í staðinn snerist umræðan þá um bílbeltanotkun barna, sígarettureykingar unglinga og hvort það væri rangt að flengja óþæg börn. Þótt við séum sammála um þetta allt í dag þá hefur það ekki alltaf verið svo. Nýjar, stórar áskoranir munu alltaf líta dagsins ljós og við verðum að vera tilbúin að takast á við þær sem foreldrar og sem samfélag. Ef við gerðum það ekki þá værum við e.t.v. enn að aka um bæinn keðjureykjandi í bílunum okkar með bílbeltislaus og útúrflengd börnin að veltast um í aftursætinu.“

Smellið hér til að lesa grein Daðeyjar, Silju Bjarkar og Skúla Braga