Fara í efni
Fréttir

Dýrðin með „augum“ drónans – MYNDBAND

Tilkomumikil norðurljós hafa glatt Akureyringa síðustu kvöld. Gylfi Gylfason sem heldur úti youtube rásinni Just Iceland birti í gær myndband þar sem dýrðin er fönguð frá óvenjulegu sjónarhorni – með dróna.

„Þetta var tilraun til að sjá hvort vídeóstillingin á nýja drónanum næði skaplegum norðurljósum þrátt fyrir að enginn sé snjórinn sem lyftir birtustigi allmikið. Þetta er því ekki time-lapse svo afspilunarhraðinn er hárréttur sem gerir þetta miklu náttúrulegra en time-lapse formatið sem menn spila yfirleitt of hratt með photoshop brellum svo úr verður eitthvað allt annað en maður sá í upphafi,“ skrifar Gylfi á síðu sína.

Spurningunni hvort drónar ráði við norðurljós er hér með svarað; já, það er hægt og reyndar er hægt að kalla fram miklu náttúrulegri ljós en menn gera yfirhöfuð því þetta er skotið eins og hvert annað vídeó á eðllegum hraða, segir Gylfi. „Á móti kemur minni skerpa og vandamál sem kallast low light noise á lélegri norðlensku.“

Smellið hér til að horfa á myndbandið