Dansandi litadýrð vegna kórónugoss
Náttúruöflin koma manninum stundum skemmtilega á óvart, jafnvel svo mjög að fjöldinn stendur nánast gapandi, orðlaus af undrun. Þannig leið án efa mörgum í gærkvöldi þegar landsmönnum var boðið upp á hreint ótrúlegt sjónarspil dansandi litadýrðar á himni.
„Það sem gerðist í gær var að það kom gos yfir okkur sem kallast kórónugos. Það er bara risavaxið ský úr rafeindum sem skellur á jörðinni og þá varð þessi líka svakalega ljósasýning á himni,“ sagði Sævar Helgi Bragason jarðfræðingur og umsjónarmaður Stjörnufræðivefsins í fréttatíma RÚV í kvöld þegar hann útskýrði hvers vegna norðurljósin hefðu verið jafn stórkostleg og raun ber vitni. „Það var mikill þéttleiki og segulsviðið sterkt þannig að allt þetta kom saman til að mynda glæsilega sýn á himni.“
Ekki er þörf að hafa fleiri orð um þetta í bili heldur bjóða lesendum að skoða nokkur sýnishorn frá Akureyri og næsta nágrenni. Græni liturinn var allsráðandi framan af kvöldi en fleiri litir voru dregnir fram þegar leið á.

Mynd: Helgi Steinar Halldórsson

Mynd: Hilmar Friðjónsson

Mynd: Hilmar Friðjónsson

Mynd: Hilmar Friðjónsson

Mynd: Hilmar Friðjónsson

Mynd: Skapti Hallgrímsson