Fara í efni
Fréttir

Breyttur akstur SVA vegna malbikunar

Hér má sjá hvar strætisvagnar SVA nr. 5 og 6 munu aka eftir Naustabrautinni á meðan Naustagata og Wilhelmínugata verða lokaðar vegna malbikunarframkvæmda.

Malbikunarframkvæmdir halda áfram að hafa áhrif á leiðir strætisvagna SVA. Ekki verður ekið um Hagahverfið í dag og á morgun, að minnsta kosti.

Frá kl. 9:00 í dag verður Naustabraut og Wilhelmínugötu lokað við Hagahverfið vegna malbikunar. Göturnar verða lokaðar að minnsta kosti fram á fimmtudagskvöld. 

Á meðan framkvæmdirnar standa yfir munu leiðir 5 og 6 ekki aka um Hagahverfið, en aka þess í stað upp og niður Naustagötuna, eins og sýnt er á kortinu með fréttinni. SVA bendir farþegum á að nota stoppstöðvar við Vallartún í Naustagötunni. 

Þær stoppstöðvar sem ekki verða notaðar á meðan þessi lokun varir eru Davíðshagi, Nonnahagi, Jóninnuhagi, Geirþrúðarhagi og Elísabetarhagi/Naustagata.