Braskvæðing almannagæða
„Lóðabrask og „uppboð lóða“ hleður kostnaði á nýbyggingar langt umfram það sem hægt er að una við í „heilbrigðu markaðskerfi“ – og krefst fjármögnunar löngu áður en framkvæmdir geta hafist. Þetta þarf að stöðva; - t.d. með því að neytendum og félögum þeirra verði að nýju „úthlutað lóðum“ til bygginga - á sanngjörnum kostnaðarverðum – og með kvöðum sem útiloka brask og innlausn á bólgnum prívat-hagnaði síðar.“
Þannig hefst fjórða grein Benedikts Sigurðarsonar af fimm í röðinni Húsnæðismarkaður í klessu sem birt er á akureyri.net í vikunni.
Benedikt segir:
„Annar vandi og sennilega ekki minni - liggur í útbreiddu fúski og mistökum í framkvæmdum og hönnun. Þetta kemur fram á verktöfum og göllum og spinnur síðan utan um sig – iðulega með myglu og heilsuspillandi áhrifum - inn í nána og fjarlægari framtíð. Þarna virðist spila saman óvönduð vinnubrögð, þekkingarleysi á frágangi/hönnun og efnanotkun sem ekki er prófuð við íslenskar aðstæður. Á endanum eru það neytendur sem borga allan þennan brúsa - hvernig sem málaferli eru rekin og hvar sem meint ábyrgð virðist liggja. “
Hann fjallar m.a. um vaxtabætur til íbúðakaupenda vegna verðtryggðra lána, kerfi sem hafi verið slátrað, og ber saman byggingarkostnað hérlendis og í Svíþjóð, Danmörku og Noregi á þessu ári.
Þriðja grein Benedikts: Braskvæðing almannagæða – fúsk og græðgi