Fara í efni
Fréttir

Borgarbíó jafnvel rifið og nýtt hús byggt

Borgarbíó við Hólabraut. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
Borgarbíó við Hólabraut. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Verktakafyrirtækið BB Byggingar hefur keypt húsnæði Borgarbíós í miðbæ Akureyrar. Fyrirhuguð er töluverð uppbygging á staðnum; stefnt er að því að á lóðinni verði bæði íbúðarhúsnæði og verslunar- þjónusturými.

Björn Ómar Sigurðarson, eigandi og framkvæmdastjóri BB Bygginga, segir enn ekki ljóst hvernig staðið verði að málum. „Ein hugmyndin er að rífa húsið og byggja nýtt frá grunni,“ segir hann við Akureyri.net.