Fara í efni
Fréttir

Boeing 737-Max í fyrsta innanlandsfluginu

Boeing 737 MAX-flug­vél Icelanda­ir á Akureyrarflugvelli í gær. Ljósmynd: Hörður Geirsson.
Boeing 737 MAX-flug­vél Icelanda­ir á Akureyrarflugvelli í gær. Ljósmynd: Hörður Geirsson.

Boeing 737 MAX-flug­vél Icelanda­ir lenti á Ak­ur­eyr­arflug­velli síðdeg­is í gær og var það í fyrsta skipti sem vél af slíkri gerð er notuð í áætlunarflugi inn­an­lands hér á landi. Ástæða var sú að Q400-vél félags­ins, sem venjulega er notuð í slíkt flug, ílengd­ist í viðhaldi.

Því var ákveðið að sam­eina tvö flug til Ak­ur­eyr­ar; MAX-vél­arn­ar taka 160 farþega en 76 rúmast í Q400. Ekki er langt síðan innanlandsflugið, sem rekið í nafni Air Iceland Connect, sameinaðist millilandafluginu undir merkjum Icelandair. „Þarna koma kost­ir samþætt­ing­ar fé­lag­anna vel í ljós – það er ánægju­legt hvað auk­inn sveigj­an­leiki ger­ir okk­ur kleift að bregðast við aðstæðum sem þess­um,“ sagði í til­kynn­ingu frá Icelanda­ir.