Fara í efni
Fréttir

Björn vill vera formaður tvö ár til viðbótar

Björn vill vera formaður tvö ár til viðbótar

Björn Snæbjörnsson, formaður verkalýðsfélagsins Einingar – Iðju, hefur tilkynnt stjórn félagsins að hann sækist eftir áframhaldandi formennsku. Hann greindi frá þessu í samtali við Karl Eskil Pálsson í þættinum Landsbyggðum á sjónvarpsstöðinni N4 í gærkvöldi. Á aðalfundi félagsins í mars verður kosið til næstu tveggja ára. 

Björn hefur verið formaður Einingar – Iðju frá 1999, þegar félagið varð formlega til, við sameingu verkalýðsfélagsins Einingar og Iðju, félags verksmiðjufólks á Akureyri. Fyrir sameiningu var Björn formaður Einingar.

Trúnaðarráð stillir upp lista í febrúar og þá verður auglýst eftir öðrum listum.