Fara í efni
Fréttir

Björgunarstigabíll frumsýndur á 112 deginum

Nýi bíllinn við Glerártorg í dag. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
Nýi bíllinn við Glerártorg í dag. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Slökkvilið Akureyrar frumsýndi í dag glænýjan björgunarstigabíl af Scania gerð. Bílnum, sem keyptur var af framleiðandanum, Echelles Riffaud SA í Frakklandi, var ekið norður í dag og rakleiðis að verslunarmiðstöðinni Glerártorgi þar sem hinn árlegi 112 dagur var haldinn. Bíllinn leysir af hólmi hálffertugan körfubíl sem þjónað hefur slökkviliðinu vel en sá nýi er miklu fullkomnari að öllu leyti.

Dagurinn markar tímamót því þetta er í fyrsta skipti sem slökkvilið utan höfuðborgarsvæðisins kaupir bíl sem þennan og raunar í fyrsta skipti sem íslenskt slökkvilið festir kaup á nýjum bíl af þessu tagi – beint úr kassanum, eins og stundum er sagt.

Nánar um 112 daginn á morgun

Björgunarstiginn er hvorki meira né minna en 33 metra hár í fullri reisn. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Stigabjörgunarbíll loks keyptur nýr til landsins