Fara í efni
Fréttir

„Bíllinn er gleymda kjarabótin“

„Bíllinn er gleymda kjarabótin“

„Flestir taka lán fyrir tveimur hlutum í lífinu; húsnæði og bíl. Og Íslendingar þekkja það líklega best allra að skuld við lánastofnun er allt annað en lán, frekar ólán,“ segir Guðmundur Haukur Sigurðarson í pistli dagsins á Akureyri.net. „Við höfum fáa möguleika varðandi húsnæðisliðinn. Spurning snýst um húsnæðistegundina en ekki hvort við búum undir berum himni, í tjaldi, hjólhýsi eða sumarbústað. Hvað bílinn snertir höfum við hins vegar ýmsa möguleika til að draga úr fjárfestingum og útgjöldum enda mun einfaldari þjónusta sem hann veitir heldur en húsnæði.“ Guðmundur hvetur lesendur við dáða: „Sestu niður með sjálfum þér og náðu góðum samningi um að lækka útgjöld vegna bílsins.“

Pistill Guðmundar