Fara í efni
Fréttir

Bíll gjörónýtur eftir að eldur kom upp

Bíll gjörónýtur eftir að eldur kom upp

Eld­ur kom upp í bif­reið við Múlasíðu á Ak­ur­eyri um fjög­ur­leytið í nótt. Þegar slökkviliðið kom á vett­vang var bif­reiðin al­elda og hafði hit­inn af eld­in­um sprengt rúður í nær­liggj­andi bif­reið og brætt plast á henni. Þetta kemur fram á mbl.is í morgun. Þar segir að greiðalega hafi gengið að slökkva eld­inn en bif­reiðin, sem var kyrr­stæð á bif­reiðastæði, sé gjör­ónýt. Ekki er vitað hvernig eldurinn kviknaði en haft eftir varðstjóra í lög­regl­unni á Ak­ur­eyri að málið verði rann­sakað í birt­ingu.