Fara í efni
Fréttir

Bifreið ekið á mann á hlaupahjóli

Bifreið var ekið á mann á hlaupahjóli við gatnamót Miðhúsabrautar og Þórunnarstrætis laust fyrir klukkan átta í morgun. „Ökumaður hlaupahjólsins er eitthvað slasaður en var með meðvitund er viðbragðsaðilar komu á vettvang. Hann var fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri,“ segir á Facebook síðu lögreglunnar.

Vegna rannsóknar á slysinu er Miðhúsabraut lokuð á kaflanum sem sést á myndinni; við Mýrarveg, Þórunnarstræti við kirkjugarðinn og við Naustabraut. 

„Ekki er vitað hversu lengi lokunin stendur en það verður eitthvað áfram,“ segir lögreglan.

UPPFÆRT – Búið er opna götuna á ný.