Fara í efni
Fréttir

Biðla til eigenda hunda og katta á varptímanum

Skógarþrösturinn gleður marga með fallegum söng og mjög bætist í þrastakórinn frá því í maí og langt fram á sumar.

Sérstakar samþykktir um bæði hunda- og kattahald eru í gildi hjá Akureyrarbæ. Þar er meðal annars fjallað um lausagöngu hunda og bann við næturbrölti katta utandyra. „Mikilvægt er að hafa þessi atriði í huga, sérstaklega á þessum árstíma þegar varp fugla er hafið í bæjarlandinu og utan þess,“ segir á vef bæjarins, þar sem eigendur hunda og katta eru beðnir um að passa sérstaklega upp á dýrin á þessum árstíma.

„Takmarka þarf lausagöngu katta eins og unnt er og sérstaklega yfir nóttina sem er þeirra uppáhalds veiðitími. Ábyrgir kattaeigendur hengja bjöllur í hálsólar katta sinna og halda þeim innandyra að nóttu fuglunum til verndar. Mikilvægt er að kattaeigendur fylgist vel með köttum sínum yfir varptíma fugla og á meðan ungar eru að verða fleygir,“ segir á vef bæjarins. Jafnframt eru hundaeigendur beðnir að sleppa ekki hundum sínum lausum á varpsvæðum. „Berum virðingu fyrir náttúrunni og viðhöldum fjölbreyttu fuglalífi í bæjarlandinu.“

Samþykkt um hundahald í Akureyrarkaupstað er hér

Samþykkt um kattahald í Akureyrarkaupstað er hér

Leiðbeiningar á vef Fuglaverndar má sjá hér