Fara í efni
Fréttir

Bíð spennt eftir fleiri bókum Satu Rämö

AF BÓKUM – 53

Starfsfólk Amtsbókasafnsins á Akureyri segir lesendum Akureyri.net alla þriðjudaga frá bók eða bókum. Uppátækið vekur vonandi athygli á bókakosti safnsins, þar sem af nógu er að taka, og glæðir áhuga sem flestra á bóklestri.
 

Í dag skrifar Eydís Stefanía Kristjánsdóttir_ _ _

Satu Rämö er finnskur höfundur sem hefur búið á Íslandi í mörg ár. Hún skrifar bókaseríu sem gerist í heimabæ hennar Ísafirði. Búið er að þýða fyrstu tvær bækurnar yfir á íslensku, bókina Hildur og bókina Rósa og Björk. 

Í fyrri bókinni Hildur kynnumst við Hildi Rúnarsdóttur sem er lögreglukona á Ísafirði. Á meðan hún rannsakar fjöldamorð á Ísafirði fáum við að fræðast um fortíð hennar. Tvær yngri systur hennar, Rósa og Björk voru numdar á brott þegar Hildur var unglingur og málið hefur aldrei verið upplýst.
 
 
Í bókinni Rósa og Björk rannsakar Hildur morðið á virtum ráðamanni í bænum sem var skotin. Á meðan hún rannsakar morðið og kemst að því að það tengist öðru andláti grefur hún í fortíð sína og reynir að komast að því hvað varð um systur hennar. Ótrúlegar vendingar verða á sögunni þegar við fáum að skyggnast inn í líf móður þeirra Rakelar. Ekki var allt sem sýnist á uppvaxtarárunum og ljótir hlutir koma í ljós.
 
Í lok bókarinnar fáum við að vita hvað varð um systurnar. En ennþá liggja í loftinu spurningar sem við höfum ekki fengið svör við. Því er ég spennt að lesa næstu tvær bækur þegar þær koma út á íslensku. Næsta bók heitir Jakob og síðan kemur bókin Rakel.
 
Endilega drífið ykkur í að lesa þessar tvær bækur svo þið getið beðið spennt með mér eftir næstu tveim.
 
Vel skrifaðar bækur með skemmtilegum viðsnúningum sem við sjáum ekki fyrir. Bækurnar skilja eftir spennu og fá mann til ‏‏þess að vilja vita meira og lesa næstu bók.