Fara í efni
Fréttir

Bankahólf skulu tæmd innan þriggja mánaða

Bankahólfin í kjallara Landsbankahússins við Ráðhústorg. Ljósmynd: Snæfríður Ingadóttir

Leigutakar að bankahólfum í útibúi Landsbankans á Akureyri eiga allir að hafa fengið bréf sent í pósti þar sem þeir eru beðnir um að tæma bankahólfin fyrir fyrsta mars 2024.

Landsbankinn er eini bankinn á Akureyri sem boðið hefur upp á geymsluhólf. Aðrir bankar í bænum hafa nú þegar lagt slíka þjónustu af og nú gerir útibúið á Akureyri hið sama. Útibússtjórinn, Arnar Páll Guðmundsson, var í viðtali hjá Akureyri.net í sumar þar sem fjallað var um bankahólfin og ástæðuna fyrir því að bankinn hefur ákveðið að hætta með þjónustuna.

Lesa má viðtalið hér: https://www.akureyri.net/is/moya/news/rammgerd-bankaholf-eru-barn-sins-tima

Innihald ótæmdra hólfa innsiglað

Í áðurnefndu viðtali kom m.a. fram að verði einhver hólf ótæmd þegar bankinn flytur úr núverandi húsnæði í nýtt húsnæði við Skipagötu verða hólfin opnuð í viðurvist sýslumanns og innihaldið sett í innsiglaðar umbúðir sem bankinn varðveitir í ákveðinn tíma.