Fara í efni
Fréttir

Baldur Örn kominn aftur til Þórs

Samningurinn handsalaður. Bjarki Ármann Oddsson þjálfari, Baldur Örn Jóhannesson og Jón Ingi Baldvinsson þjálfari. Mynd af heimasíðu Þórs.

Körfuboltamaðurinn Baldur Örn Jóhannesson er komin til Þórs á ný eftir eins árs veru í herbúðum Njarðvíkur.

„Baldur Örn er okkur Þórsurum vel kunnur en kappinn er uppalinn hjá félaginu og hefur unnið til fjölmargra titla með yngri flokkum en hann er í hinum sigursæla 2001 árgangi,“ segir á heimasíðu Þórs. Þar segir að hann hafi unnið marga titla með yngri flokkum félagsins og verið valinn mikilvægast leikmaðurinn (MVP) þegar Þór sigraði á Scania Cup og varð þar með óopinber Norðurlandameistari vorið 2017.

Baldur Örn á 16 landsleiki að baki með U15 og U16.